
„Þetta er ótrúlega svekkjandi og auðvitað ekki það sem við sáum fyrir okkur," sagði landsliðskonan Sandra María Jessen við Fótbolta.net eftir 4-3 tap gegn Noregi í lokaleiknum á EM í kvöld.
Íslenska liðið var úr leik á mótinu fyrir viðureignina gegn Noregi en það var fúlt að enda mótið á þennan hátt.
Íslenska liðið var úr leik á mótinu fyrir viðureignina gegn Noregi en það var fúlt að enda mótið á þennan hátt.
Íslenska liðið byrjaði leikinn í kvöld mjög vel en svo fór allt einhvern veginn í vaskinn.
„Við mættum ákveðnar til leiks, náðum setja tóninn með marki snemma. Svo er vont að fá jöfnunarmark beint í andlitið. Við héldum áfram og börðumst allan leikinn. Við gáfum líkama og sál í þetta, en því miður þegar upp er staðið þá skilaði það engu."
„Það hefði verið flott að ná að enda á sigri. Ekki síst þar sem það er langt frá síðasta sigri á lokamóti."
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir