Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   fös 11. júlí 2025 18:52
Ívan Guðjón Baldursson
Óttar Magnús til AC Renate (Staðfest)
Mynd: SPAL
Ítalska C-deildarfélagið AC Renate er búið að tryggja sér þjónustu Óttars Magnúsar Karlssonar sem kemur á frjálsri sölu.

Óttar Magnús er 28 ára framherji sem lék með SPAL í C-deildinni á síðustu leiktíð og skoraði 4 mörk í 21 deildarleik. Þar áður lék hann með Vis Pesaro, Virtus Francavilla, Siena og Venezia í B- og C-deildum ítalska boltans.

Víkingur R. og Breiðablik reyndu að fá Óttar heim til Íslands fyrr á árinu en þær tilraunir hafa mistekist þar sem hann kaus að vera áfram í góða veðrinu á Ítalíu.

Renate er staðsett á norðurhluta Ítalíu og endaði í fimmta sæti í A-riðli á síðustu leiktíð. Óttar gerir tveggja ára samning við félagið.

   05.07.2025 14:20
Óttar Magnús kemur ekki heim strax




Athugasemdir
banner
banner