Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   fös 11. júlí 2025 18:35
Ívan Guðjón Baldursson
Frá Midtjylland til Newcastle (Staðfest)
Eddie Howe fær öflugan liðsstyrk í þjálfarateymið sitt.
Eddie Howe fær öflugan liðsstyrk í þjálfarateymið sitt.
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United er búið að ráða Martin Mark sem nýjan þjálfara hjá sér fyrir föst leikatriði.

Mark er 31 árs gamall og hefur verið að gera magnaða hluti í þjálfarateyminu hjá FC Midtjylland í Danmörku.

Midtjylland endaði í öðru sæti dönsku deildarinnar á síðustu leiktíð, einu stigi á eftir FC Kaupmannahöfn, og skoraði í heildina 64 mörk. Af þeim komu 27 eftir föst leikatriði.

Auk þess að gera flotta hluti heima fyrir gekk einnig vel að skora úr föstum leikatriðum í Evrópudeildinni, þar sem hugmyndir Mark hjálpuðu Midtjylland að komast upp úr deildarkeppninni. Danirnir töpuðu þó gegn Orra Steini Óskarssyni og félögum í liði Real Sociedad í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar.


Athugasemdir
banner