Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United er búið að ráða Martin Mark sem nýjan þjálfara hjá sér fyrir föst leikatriði.
Mark er 31 árs gamall og hefur verið að gera magnaða hluti í þjálfarateyminu hjá FC Midtjylland í Danmörku.
Midtjylland endaði í öðru sæti dönsku deildarinnar á síðustu leiktíð, einu stigi á eftir FC Kaupmannahöfn, og skoraði í heildina 64 mörk. Af þeim komu 27 eftir föst leikatriði.
Auk þess að gera flotta hluti heima fyrir gekk einnig vel að skora úr föstum leikatriðum í Evrópudeildinni, þar sem hugmyndir Mark hjálpuðu Midtjylland að komast upp úr deildarkeppninni. Danirnir töpuðu þó gegn Orra Steini Óskarssyni og félögum í liði Real Sociedad í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar.
We can announce the appointment of Martin Mark as first team set-piece coach ????
— Newcastle United (@NUFC) July 11, 2025
Martin joins from FC Midtjylland in his native Denmark, where he spent three-and-a-half years in a similar role.
Welcome to Newcastle United, Martin! ????
Athugasemdir