Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   fös 11. júlí 2025 17:45
Ívan Guðjón Baldursson
Como óstöðvandi á markaðnum: 20 milljónir til Celtic (Staðfest)
Mynd: EPA
Ítalska félagið Como er í stórsókn á leikmannamarkaðnum í sumar eftir að hafa tekist að sannfæra Cesc Fábregas þjálfara um að vera áfram við stjórnvölinn.

Como var að krækja í sinn sjötta leikmann í dag og borgar félagið um 20 milljónir evra fyrir.

Sá heitir Nicolas-Gerrit Kühn og kemur úr röðum Celtic. Hann er þýskur kantmaður sem kom að 42 mörkum í 69 leikjum á tæplega einu og hálfu ári með Celtic.

Kühn gerir fjögurra ára samning við Como en hann er 25 ára gamall og leikur sem hægri kantmaður að upplagi, þó hann geti einnig leikið vinstra megin.

Kuhn ólst upp hjá RB Leipzig og Ajax áður en hann var fenginn til FC Bayern en tókst ekki að sanna sig hjá stórveldinu. Hann var mikilvægur hlekkur upp yngri landslið Þýskalands en tók aldrei stökkið upp í A-landsliðið.

Kantmaðurinn knái skoraði 19 mörk í 32 leikjum með yngri landsliðunum.

Kühn er næstdýrasti leikmaður sem Como hefur keypt inn í sumar, eftir Jesús Rodríguez sem kom úr röðum Real Betis á dögunum.

Martin Baturina, Jayden Addai, Álex Valle og Fellipe Jack eru einnig komnir til félagsins í glugganum.


Athugasemdir