Burnley er búið að kaupa danska kantmanninn Jacob Bruun Larsen úr röðum Stuttgart.
Burnley borgar ekki nema um 5 milljónir punda til að kaupa Larsen sem lék einnig með félaginu síðast þegar það var í ensku úrvalsdeildinni.
Larsen gerði flotta hluti á láni hjá Burnley tímabilið 2023-24 þar sem hann skoraði 6 mörk í 32 leikjum en tókst ekki að bjarga liðinu frá falli.
Larsen er varamaður í liði Stuttgart og tilbúinn fyrir nýja áskorun á ferlinum.
Hann er 26 ára gamall og gerir fjögurra ára samning við Burnley.
11.07.2025 18:20
Danskur landsliðsmaður snýr aftur til Burnley
We are delighted to confirm the signing of Jacob Bruun Larsen, who rejoins the Club from VfB Stuttgart for an undisclosed fee.
— Burnley FC (@BurnleyOfficial) July 11, 2025
Welcome back, Jacob ??
Athugasemdir