Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 07. desember 2019 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Rooney um Gascoigne: Bað mig um endurgreiðslu
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney ólst upp hjá Everton og var Paul Gascoigne hjá félaginu í tvö ár. Rooney leit upp til Gascoigne, sem var 33 ára þegar hann kom til félagsins.

Rooney var í vikulegum spjallþætti Amazon þar sem rætt er um knattspyrnu og sat við hlið Peter Crouch, sem er einn af stjórnendum þáttarins. Hinn 34 ára gamli Rooney, sem gengur í raðir Derby County í janúar, rifjaði upp skemmtilega sögu frá tíma þeirra saman hjá félaginu.

„Ég leit upp til Gazza, ég elska Gazza. Ég valdi treyjunúmerið 18 útaf honum, það var hans númer og ég tók það þegar hann fór." sagði Rooney.

„Eitt sinn kom hann inn í klefann þar sem allt unglingaliðið var og spurði: 'Er einhver að fara út í kvöld? Ég skal gefa ykkur smá aur.'

„Allir voru þöglir en ég, verandi hrokafullur strákur frá Liverpool, svaraði játandi. Hann kom þá upp að mér og gaf mér 40 pund.

„Fyrir þremur árum sá ég hann svo og þá kom hann að mér og bað um að fá 40 pundin sín aftur."


Hæfileikar Gascoigne fóru ekki framhjá neinum en hann hefði líklegast getað orðið talsvert betri leikmaður ef ekki fyrir áfengis- og fíkniefnavanda sem hann glímir enn við í dag.


Athugasemdir
banner
banner