Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 07. desember 2019 15:00
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær: United er stærra félag
Mynd: Getty Images
Manchester United heimsækir Manchester City í nágrannaslag í dag. Sögulega hefur United verið betra liðið en undanfarin ár hefur City tekið framúr og er ellefu stigum á undan eins og staðan er í úrvalsdeildinni í dag.

Ole Gunnar Solskjær telur United þó enn vera stærra félag heldur en City, þrátt fyrir betra gengi Englandsmeistaranna að undanförnu.

„Já," svaraði Solskjær aðspurður hvort hann teldi United stærra félag. „Það leikur enginn vafi á að við erum alltof langt á eftir City sem stendur en hvað ætlum við að gera í því? Ekki reyna að vinna þá?"

Man Utd er í sjötta sæti fyrir viðureignina. City er í þriðja sæti, ellefu stigum frá toppliði Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner