Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mán 07. desember 2020 21:03
Elvar Geir Magnússon
„Ef hún er ekki sátt þá getur þú ekki verið landsliðsþjálfari"
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag var rætt um málefni kvennalandsliðsins en búist er við því að KSÍ muni staðfesta brottrekstur Jóns Þórs Haukssonar á morgun.

Í þættinum er talað um að málið eigi sér lengri aðdraganda og að leikmenn hafi viljað losna við Jón Þór úr þjálfarastólnum snemma á árinu.

„Það er ekkert nýtt í kvennalandsliðinu, það hefur verið farið á bak við þjálfarana," segir Mikael Nikulásson og talar um að Jón Þór hafi gert afdrifarík mistök. „Þetta er bara skita hjá honum og hann veit það manna best."

Jón Þór þótti fara yfir strikið í samræðum sínum við leikmenn í síðustu viku þegar hann var undir áhrifum áfengis eftir að EM sæti Íslands var tryggt.

Í Dr. Football segist Hjörvar Hafliðason telja að Anna Björk Kristjánsdóttir hafi mistúlkað orð Jóns Þórs og segir að ef Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði sé ósátt við þjálfarann þá geti hann ekki verið áfram í starfi.

„Þú ert með leikmann sem er stærri en sambandið. Þú ert með súperstjörnu í liðinu. Ef hún er ekki sátt þá getur þú ekki verið landsliðsþjálfari, það er ekki flóknara en það. Hún er bara stærsti leikmaður liðsins," segir Hjörvar.

Í þættinum er sagt að Jón Þór hafi talað um að hin unga Sveindís Jane Jónsdóttir væri besti leikmaður landsliðsins.

„Hvort það sé einhver árás á Söru að segja að Sveindís hafi verið besti leikmaður liðsins? Ég veit það ekki," segir Hjörvar en hér er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner