Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 07. desember 2021 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Benítez fær aukin völd - Félagið var ekki að færast nógu hratt í rétta átt
Mynd: EPA
Marcel Brands hætti sem yfirmaður fótboltamála hjá Everton á sunnudag. Brands sá að miklu leyti um kaup á leikmönnum til félagsins en stuðningsmenn og aðrir í kringum félagið eru ekki parsáttir við eyðsluna síðustu ár miðað við gang mála inn á vellinum.

Rafa Benítez, stjóri Everton, var spurður eftir sigur gegn Arsenal í gær út í hvort þetta þýddi að hann fengi að ráða meiru í kringum innkaup á leikmönnum.

„Það má segja það," sagði Benítez.

„Ég vann í mörg ár með yfirmanni fótbolta. Það er ekki vandamál. Núna verðum við að hugsa um framtíðina og við erum í stöðu þar sem við verðum að axla ábyrgð."

„Félagið hefur skipt út stjórum í fortíðinni og núna vill það horfa til lengri tíma með skýra sýna á hvað við viljum afreka. Með minni reynslu og reynslu fólksins hjá félaginu þá tel ég að við getum stýrt hlutunum í þá átt sem verður vonandi sú rétta."

„Raunveruleikinn er sá að félagið var ekki að færast í rétta átt á þeim hraða sem kannski flestir áttu von á og núna er mjög mikilvægt að vera jákvæður varðandi framtíðina,"
sagði Benítez.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner