Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   þri 07. desember 2021 17:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jóhann Árni: Hefði getað farið í KR en ég valdi að fara í Stjörnuna
Jóhann Árni Gunnarsson
Jóhann Árni Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Árni Gunnarsson var tilkynntur sem leikmaður Stjörnunnar í gær. Jóhann er uppalinn í Fjölni og kemur frá uppeldisfélaginu. Hann er tvítugur miðjumaður og ræddi hann í dag við Fótbolta.net um félagaskiptin.

„Mér líst mjög vel á þetta, mjög spenntur að byrja og er mjög sáttur. Stjarnan sýndi mestan áhuga af þeim liðum sem ég talaði við. Mér finnst líka mikill metnaður í Garðabænum að gera betur en á síðasta tímabili. Mig langar að vera partur af því," sagði Jóhann.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan

„Mér fannst, eftir tvö góð tímabil (2019 og 2021) í Lengjudeildinni að ég sé meira klár í úrvalsdeildina en ég var með Fjölni fyrir ári."

Hitti KR, FH og Stjörnuna
Það var talað um að KR hefði haft áhuga á Jóhanni. „Ég hitti KR, FH og Stjörnuna og valdi Stjörnuna. Spilatími var stór partur."

Jóhann kom inn á reynsluna í Danmörku og U21 árs landsliðið en meira um Stjörnuna. Hvað er það sem þig langar til að afreka hjá félaginu?

„Mig langar að taka liðið í topp 3, í Evrópu, það væri geggjað."

Skipti Óskars í Stjörnuna ýttu honum nær
Óskar Örn Hauksson gekk í raðir félagsins í síðasta mánuði og þá hefur Hilmar Árni Halldórsson verið besti leikmaður liðsins í nokkur ár. Ertu spenntur að spila með þeim?

„Ég var á æfingu í gær með Óskari, það var mjög gaman að spila með honum. Það ýtti mér nær Stjörnunni þegar ég sá að þeir voru að fá hann í sínar raðir."

Tók ferlið langan tíma? „Já, ég myndi segja það. Ég var lengi að velja og svo fór ég til Danmerkur og þá fór allt í pásu. Mér fannst áhuginn það mikill að ég var alltaf klár á því að þetta myndi allt hafast."

Það var talað um að þinn hugur hafi verið hjá KR en að Stjarnan hafi boðið betur. Tekuru undir þær sögur?

„Ég valdi að fara í Stjörnuna, hefði getað farið í KR en ég valdi að fara í Stjörnuna," sagði Jóhann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner