Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 07. desember 2021 17:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jóhann Árni: Hefði getað farið í KR en ég valdi að fara í Stjörnuna
Jóhann Árni Gunnarsson
Jóhann Árni Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Árni Gunnarsson var tilkynntur sem leikmaður Stjörnunnar í gær. Jóhann er uppalinn í Fjölni og kemur frá uppeldisfélaginu. Hann er tvítugur miðjumaður og ræddi hann í dag við Fótbolta.net um félagaskiptin.

„Mér líst mjög vel á þetta, mjög spenntur að byrja og er mjög sáttur. Stjarnan sýndi mestan áhuga af þeim liðum sem ég talaði við. Mér finnst líka mikill metnaður í Garðabænum að gera betur en á síðasta tímabili. Mig langar að vera partur af því," sagði Jóhann.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan

„Mér fannst, eftir tvö góð tímabil (2019 og 2021) í Lengjudeildinni að ég sé meira klár í úrvalsdeildina en ég var með Fjölni fyrir ári."

Hitti KR, FH og Stjörnuna
Það var talað um að KR hefði haft áhuga á Jóhanni. „Ég hitti KR, FH og Stjörnuna og valdi Stjörnuna. Spilatími var stór partur."

Jóhann kom inn á reynsluna í Danmörku og U21 árs landsliðið en meira um Stjörnuna. Hvað er það sem þig langar til að afreka hjá félaginu?

„Mig langar að taka liðið í topp 3, í Evrópu, það væri geggjað."

Skipti Óskars í Stjörnuna ýttu honum nær
Óskar Örn Hauksson gekk í raðir félagsins í síðasta mánuði og þá hefur Hilmar Árni Halldórsson verið besti leikmaður liðsins í nokkur ár. Ertu spenntur að spila með þeim?

„Ég var á æfingu í gær með Óskari, það var mjög gaman að spila með honum. Það ýtti mér nær Stjörnunni þegar ég sá að þeir voru að fá hann í sínar raðir."

Tók ferlið langan tíma? „Já, ég myndi segja það. Ég var lengi að velja og svo fór ég til Danmerkur og þá fór allt í pásu. Mér fannst áhuginn það mikill að ég var alltaf klár á því að þetta myndi allt hafast."

Það var talað um að þinn hugur hafi verið hjá KR en að Stjarnan hafi boðið betur. Tekuru undir þær sögur?

„Ég valdi að fara í Stjörnuna, hefði getað farið í KR en ég valdi að fara í Stjörnuna," sagði Jóhann að lokum.
Athugasemdir
banner