Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 07. desember 2023 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Henry segir að Saliba sé langbestur í deildinni
William Saliba.
William Saliba.
Mynd: Getty Images
Arsenal goðsögnin Thierry Henry segir að franski varnarmaðurinn William Saliba sé langbesti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar.

Saliba, sem er 22 ára gamall, gekk í raðir Arsenal frá Saint-Étienne árið 2019. Hann var lánaður út í nokkur tímabil en festi sig í sessi á síðustu leiktíð.

Saliba hefur sýnt að hann er frábær miðvörður og er Henry á því máli að hann sé sá besti í ensku deildinni.

„Ég var að starfa í Frakklandi þegar hann spilaði með Marseille 2021/22 og það kom mér á óvart að Arsenal hélt honum ekki á þeim tíma þar sem mér fannst hann betri en það sem var fyrir hjá félaginu," sagði Henry.

„Núna er hann langbesti varnarmaðurinn í deildinni."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner