Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   lau 07. desember 2024 21:02
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir úr enska: Onana ævintýralega slakur - Er Walker kominn yfir hæðina?
André Onana
André Onana
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kyle Walker átti aðra slaka frammistöðu
Kyle Walker átti aðra slaka frammistöðu
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Öllum fjórum leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni er lokið og er komið að einkunnagjöfinni en Sky Sports heldur utan um þær að þessu sinni ásamt Manchester Evening News.

Kamerúnski markvörðurinn André Onana var lang slakasti maður Manchester United í 3-2 tapinu gegn Nottingham Forest á Old Trafford.

Hann var hreyfingarlaus í fyrsta markinu sem hann fékk á sig og hálfpartinn datt í öðru markinu er Morgan Gibbs-White skaut boltanum fyrir utan teig.

Sky gefur Onana 4 í einkunn fyrir frammistöðuna en þeir Manuel Ugarte og Amad Diallo voru bestir í United með 7, en tveir bestu menn leiksins voru þeir Gibbs-White og Nikola Milenkovic með 8.

Kyle Walker var þá slakasti maður Manchester City í 2-2 jafnteflinu gegn Crystal Palace. Hann hefur verið arfaslakur á þessu tímabili og eru margir spekingar á því máli að hann sé ekki lengur klár í að spila á hæsta stigi fótboltans.

Manchester Evening News sér um einkunnir Man City.

Man Utd: Onana (4), Yoro (6), De Ligt (6), Martinez (5), Amad (7), Ugarte (7), Mainoo (6), Dalot (5), Fernandes (6), Garnacho (5), Hojlund (6).
Varamenn: Rashford (5), Maguire (5), Mazraoui (6), Mount (6), Zirkzee (6).

Nottingham Forest: Sels (7), Williams (7), Milenkovic (8), Murillo (7), Aina (7), Yates (7), Anderson (7), Jota (7), Gibbs-White (8), Hudson-Odoi (7), Wood (7).
Varamenn: Morato (6), Dominguez (6), Elanga (6).



Brentford: Flekken (8), Van den Berg (7), Collins (7), Pinnock (7), Lewis-Potter (7), Norgaard (8), Yarmoliuk (7), Carvalho (7), Mbeumo (8), Wissa (8), Thiago (7).
Varamenn: Schade (7), Damsgaard (6), Mee (n/a), Maghoma (n/a).

Newcastle: Pope (6), Livramento (6), Schar (6), Burn (6), Hall (6), Bruno Guimaraes (6), Longstaff (6), Joelinton (6), Murphy (7), Isak (7), Barnes (6).
Varamenn:


Aston Villa: Martinez (6); Konsa (7), Carlos (7), Torres (7), Maatsen (7); Tielemans (7), Kamara (7); Rogers (7), McGinn (7), Bailey (6); Duran (8).
Varamenn: Watkins (6), Digne (6), Barkley (6), Philogene (6).



Southampton: Lumley (6); Bree (6), Harwood-Bellis (6), Wood (6), Walker-Peters (6), Manning (6); Dibling (7), Downes (6), Fernandes (6); Armstrong (5), Archer (5).
Varamenn: Aribo (6), Amo-Ameyaw (6), Brereton Diaz (6).

Einkunnir Man City gegn Palace: Ortega (6), Walker (4), Dias (8), Gvardiol (6), Lewis (4), Gündogan (6), Bernardo (6), De Bruyne (7), Savinho (5), Nunes (7), Haaland (7).
Varamenn: Doku (6).
Athugasemdir
banner
banner
banner