Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   lau 07. desember 2024 17:56
Brynjar Ingi Erluson
Júlíus hetjan er Fredrikstad varð norskur bikarmeistari - Fara í Evrópudeildina
Júlíus er norskur bikarmeistari en hann skoraði úr fimmta og síðasta víti Fredrikstad í vítakeppninni
Júlíus er norskur bikarmeistari en hann skoraði úr fimmta og síðasta víti Fredrikstad í vítakeppninni
Mynd: Aðsend
Víkingurinn Júlíus Magnússon varð í dag bikarmeistari með norska liðinu Fredrikstad eftir að hafa unnið Molde eftir vítakeppni á Ullevaal-leikvanginum í Osló.

Fredrikstad, sem var nýliði í norsku deildinni í ár, átti magnað tímabil.

Liðið var lengi vel í baráttu um að komast í Evrópukeppni í gegnum deildinni en rétt missti af sæti í restina.

Það fékk hins vegar annað tækifæri á að komast í Evrópu og það í gegnum bikarinn en liðið komst alla leið í úrslit gegn Molde og hafði þar sigur eftir vítakeppni.

Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og framlengingu, en liðið skoraði úr öllum vítum sínum í vítakeppninni á meðan Molde klúðraði einni spyrnu og var það Júlíus sem skoraði úr fimmta og síðasta vítinu sem tryggði tólfta bikarmeistaratitilinn í sögu félagsins.

Sigurinn þýðir að Fredrikstad fer í 3. umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar en forkeppnin fer fram næsta sumar.

Júlíus er fyrirliði Fredrikstad en hann kom til félagsins frá Víkingi á síðasta ári.


Athugasemdir
banner
banner
banner