Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mið 08. janúar 2020 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
De Bruyne eftir leik í gær: Undirbúningurinn tók korter
Manchester City lagði í gær Manchester United í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins. Leikurinn endaði með 1-3 útisigri City.

Kevin de Bruyne, miðjumaður City, var spurður út í undirbúninginn fyrir viðureignina. „Við tókum korter í undirbúninginn í morgun," sagði de Bruyne í viðtali í gærkvöldi.

„Það var ekki mikið lengra. Það er samt ekki eins og við höfum ekki gert þetta áður. Við gerðum svipað gegn Cardiff og Barcelona á undanförnum árum," sagði de Bruyne.

Það vakti athygli í gær að City liðið lék ekki með eiginlegan framherja til að byrja með því bæði Gabriel Jesus og Sergio Aguero byrjuðu á varamannabekknum en Jesus kom inn á þegar langt var liðið á seinni hálfleikinn. Seinni leikur þessara liða fer fram 29. janúar á Etihad vellinum.
Athugasemdir
banner