Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 08. janúar 2020 20:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spænski Ofurbikarinn: Real í úrslit eftir öruggan sigur á Valencia
Mynd: Getty Images
Valencia 1 - 3 Real Madrid
0-1 Toni Kroos ('15 )
0-2 Alarcon Isco ('39 )
0-3 Luka Modric ('65 )
1-3 Dani Parejo ('90+2, víti )

Real Madrid og Valencia mættust í kvöld í undanúrslitum spænska Ofurbikarsins. Ólíkt fyrri árum eru fjögur lið í keppninni og er hún þetta árið haldin í Sádí Arabíu.

Real komst yfir á 15. mínútu þegar Toni Kroos var fljótur að hugsa og skoraði beint úr hornspyrnu. Isco bætti við marki fyrir Real á 39. mínútu með góðu skoti eftir að boltinn féll fyrir hann í teignum.

Á 65. skoraði Luka Modric svo þriðja mark Real með glæsilegri utanfótar snuddu sem má sjá neðst í fréttinni.

Undir lok leiks minnkaði Valencia muninn en þar var á ferðinni Dani Parejo sem skoraði úr vítaspyrnu. Real Madrid er komið í úrslitaleik keppninnar og mætir annað hvort Barcelona eða Atletico Madrid í úrslitaleiknum en þau lið mætast í hinni undanúrslitaviðureigninni annað kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner