Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   sun 08. janúar 2023 11:00
Aksentije Milisic
Margrét Árnadóttir að ganga í raðir Parma
Kvenaboltinn
Margrét í leik síðasta sumar.
Margrét í leik síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Margrét Árnadóttir, leikmaður Þórs/KA í Bestu deild kvenna, er gengin í raðir Parma á Ítalíu. 


Margrét, sem er fædd árið 1999, er með lausan samning og ætlaði hún að skoða möguleika erlendis í vetur og nú hefur það orðið að veruleika.

Hún spilaði sautján leiki með Þór/KA í Bestu deildinni síðasta sumar þar sem hún skoraði sex mörk. Liðið hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar.

Margrét er uppalin hjá KA og hefur spilað með Þór/KA allan sinn meistarflokksferil en hún á að baki alls 132 leiki og 34 mörk.





Athugasemdir
banner
banner