Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 08. janúar 2023 22:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Potter: Ég skil pirring stuðningsmannana
Mynd: Getty Images
Það hefur alls ekki gengið nægilega vel hjá Chelsea undir stjórn Graham Potter en liðið hefur aðeins unnið þrjá af síðustu 12 leikjum sínum, þar af eru tveir í meistaradeildinni.

Liðið hefur tapað tvisvar gegn Manchester City á nokkrum dögum en liðið tapaði í enska bikarnum á Etihad í kvöld. Potter ætlaði ekki að fara út í neinar afsakanir.

„Það er hægt að vera með afsakanir og leitað af ástæðum eða segja að þetta sé ekki nógu gott, bæði svörin eru rétt. Við verðum að bæta okkur og standa saman því það er ljóst að félagið er að þjást og það er alls ekki gaman en þannig er staðan," sagði Potter.

„Við getum ekki gert annað en að vinna vinnuna betur og leggja okkur fram. Maður skilur pirring stuðningsmannana, við berum virðingu fyrir því en okkar verk er að halda áfram að vinna í okkar leik."


Athugasemdir
banner
banner
banner