Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 08. janúar 2023 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Skjáskot: Var Matheus Nunes í rangstöðu á Anfield?
Mynd: Getty Images

Það átti gríðarlega umdeilt atvik sér stað í enska bikarnum í gærkvöldi þegar Liverpool tók á móti Wolves.


Staðan var 2-2 á lokakaflanum þegar Úlfarnir komu boltanum í netið en ekki dæmt mark vegna rangstöðu.

Þegar atvikið var skoðað aftur af VAR-teyminu komst engin niðurstaða í málið vegna galla í myndavélakerfinu á Anfield. Matheus Nunes, leikmaður Wolves sem var dæmdur rangstæður, var ekki í mynd og því ekki hægt að úrskurða um hvort hann hafi verið í rangstöðu.

Glöggir fótboltaáhugamenn hafa tekið ýmis skjáskot af endursýningunni á rangstöðunni og eru flestir á því máli að Nunes hafi ekki verið rangstæður og markið því átt að standa.

Til gamans má geta að þetta er ekki í fyrsta sinn sem VAR kerfið bregst í leik hjá Liverpool því þetta gerðist líka fyrir áramót þegar Arsenal sigraði 3-2 gegn Liverpool á Emirates. Arsenal sigraði þá viðureign þökk sé rangstöðumarki en Bukayo Saka var ekki í mynd og því ekki hægt að dæma hann rangstæðann.

Sjá einnig:
Enski bikarinn: Liverpool og Wolves mætast aftur
Brjálaður Lopetegui: Þetta er ekki hægt
VAR komst ekki að niðurstöðu á Anfield


Athugasemdir
banner
banner
banner