Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   mið 08. janúar 2025 15:12
Elvar Geir Magnússon
Jón Dagur um gengið í Þýskalandi: Ég og liðið eigum mikið inni
Jón Dagur hefur ekki náð að opna markareikning sinn.
Jón Dagur hefur ekki náð að opna markareikning sinn.
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson er á sínu fyrsta tímabili með Hertha Berlín í þýsku B-deildinni. Nú er vetrarhlé í þýska boltanum og liðið er í æfingabúðum á Spáni.

Jón Dagur ræddi við fjölmiðla um fyrstu sex mánuði sína í þýska fótboltanum. Hertha Berlín stefndi að því fyrir mót að berjast um að komast upp en liðið er í tólfta sæti.

„Hvorki liðið né ég persónulega höfum náð því fram sem við hefðum vilja. Við erum að vinna hart að því hérna að því að hlutirnir gangi betur í seinni hluta mótsins," segir Jón Dagur sem hefur spilað tólf deildarleiki en enn ekki náð að skora. Hann kom boltanum í netið í Darmstadt en markið var dæmt af eftir VAR skoðun.

„Stundum falla hlutirnir með liðinu og stundum ekki. Þannig er þetta. Ég þarf bara að bíða eftir fyrsta alvöru markinu mínu. Það getur verið erfitt en það eina sem hjálpar er að halda áfram að leggja á sig vinnu. Tækifærin munu koma."

Jón Dagur segist finna sig vel í Berlín en hann býr þar ásamt kærustu sinni og ungri dóttur. Þeim líði vel í borginni.

Fyrsti leikur Jóns Dags og félagar í Hertha Berlín eftir vetrarfrí verður gegn Paderborn þann 19. janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner