Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 08. febrúar 2023 21:49
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Bellingham lagði upp sigurmarkið í bikarnum
Mynd: Getty Images

Borussia Dortmund er komið í 8-liða úrslit þýska bikarsins eftir sigur á útivelli gegn Bochum.


Dortmund var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og komst nálægt því að skora áður en Emre Can setti boltann í netið í uppbótartíma.

Leikurinn var jafnari eftir leikhlé og jafnaði Kevin Stoger metin með marki úr vítaspyrnu á 64. mínútu. Marco Reus kom inn af bekknum og jafnaði skömmu síðar, eftir stoðsendingu frá Jude Bellingham.

Meira var ekki skorað og er Dortmund búið að tryggja sig áfram í næstu umferð rétt eins og Nürnberg sem lagði Fortuna Düsseldorf að velli fyrr í dag.

Viðureign Nurnberg og Dusseldorf var gríðarlega dramatísk þar sem heimamenn í Nurnberg náðu ekki að gera jöfnunarmark fyrr en á 93. mínútu. Þeir stóðu svo uppi sem sigurvegarar eftir vítaspyrnukeppni.

Bochum 1 - 2 Dortmund
0-1 Emre Can ('45)
1-1 Kevin Stoger ('64, víti)
1-2 Marco Reus ('70)

Nurnberg 1 - 1 Fortuna Dusseldorf
0-1 Dawid Kownacki ('33)
1-1 Taylan Duman ('93)
5-3 í vítaspyrnukeppni


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner