Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 08. mars 2023 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bellingham: Þessi endurtekning er brandari
Mynd: Getty Images

Jude Bellingham, ungstirni Borussia Dortmund, var ósáttur með dómgæsluna í 2-0 tapi Dortmund gegn Chelsea í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi.


Úrslitin þýða að Chelsea vinnur samanlagt 2-1 eftir tap í fyrri leiknum í Þýskalandi og fer áfarm í næstu umferð.

Bellingham svaraði spurningum að leikslokum og var fljótur að tala um vítaspyrnubrjálæðið í upphafi síðari hálfleiks. Chelsea fékk þá dæmda vítaspyrnu eftir að fyrirgjöf small í handleggi Marius Wolf. Dómurinn var umdeildur þar sem Wolf gat lítið sem ekkert gert til að færa handlegginn í burtu.

Danny Makelie dómari missti af brotinu en dæmdi vítaspyrnu eftir að hafa verið sendur að skjánum.

„Það eru bara einn eða tveir metrar á milli þegar fyrirgjöfin fer af stað. Það eru vonbrigði að vítaspyrnan hafi verið dæmd til að byrja með en þessi endurtekning á spyrnunni er brandari," sagði Bellingham pirraður að leikslokum.

Kai Havertz skaut í stöngina í fyrstu tilraun en var látinn endurtaka spyrnuna. VAR-teymið kom auga á marga leikmenn sem brutu reglur með því að fara inn í vítateiginn áður en Havertz hleypti af. Þýski framherjinn tók djarfa ákvörðun og steig sjálfur á punktinn í annað sinn og þá skoraði hann með samskonar vítaspyrnutækni, með hægu tilhlaupi og litlu hoppi áður en spyrnt er.

„Þegar vítaspyrna er tekin með svona hægu tilhlaupi muntu alltaf finna leikmenn innan vítateigs áður en boltinn fer af stað - það er partur af leiknum. En þetta er ákvörðun sem þeir tóku og við verðum að lifa með."

Sjá einnig:
Sjáðu atvikin: Havertz skoraði í seinni tilraun


Athugasemdir
banner