Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   mið 08. mars 2023 22:26
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Grindavík sótti jafntefli á Hlíðarenda
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Valur 0 - 0 Grindavík


Valur og Grindavík gerðu markalaust jafntefli í lokaleik dagsins í A-deild Lengjubikarsins.

Valur var með fullt hús stiga fyrir umferðina, með 12 stig úr fjórum leikjum, á meðan Grindvíkingar voru stigalausir eftir þrjá tapleiki.

Gestirnir úr Grindavík gerðu því vel að halda út og gera jafntefli á erfiðum útivelli. Þeir sóttu um leið sitt fyrsta stig og urðu fyrsta liðið í keppninni til að stöðva sigurgöngu Vals.

Þetta stig nægir þó fyrir Val til að enda á toppi riðilsins, einu stigi fyrir ofan KR sem endar í öðru sæti.


Athugasemdir
banner