Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 08. mars 2023 23:29
Ívan Guðjón Baldursson
„Óásættanleg mistök" hjá Romero
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Cristian Romero var skúrkurinn er Tottenham var slegið úr leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld.


Tottenham tók á móti Ítalíumeisturum AC Milan eftir að hafa tapað fyrri leiknum 1-0 úti í Mílanó.

Staðan var markalaus í jöfnum leik þegar Romero, sem var á gulu spjaldi, fór í glórulausa tæklingu á 77. mínútu leiksins. 

Clement Turpin dómari leiksins gat ekki gert annað en að gefa Romero seinna gula spjaldið og reka hann af velli.

Hinir ýmsu fótboltasérfræðingar voru ekki lengi að gagnrýna þessa tæklingu Romero.

„Ég er viss um að Cristian Romero gerði svona líka þegar hann var 15 ára. Hann hefur greinilega ekkert lært af því. Maður verður að halda einbeitingu og hafa hemil á tilfinningunum, sérstaklega í svona mikilvægum stórleik," sagði Glenn Hoddle, fyrrum knattspyrnustjóri Tottenham, í beinni útsendingu BT Sport.

Danny Rose, fyrrum leikmaður Tottenham, tjáði sig um atvikið í beinni útsendingu frá sjónvarpsveri Sky Sports, sem var ekki með sýningarréttinn á leiknum. „Þetta eru óásættanleg mistök á mikilvægum tímapunkti í gríðarlega mikilvægum leik. Það eru þrettán mínútur eftir og liðið þitt þarf að skora mark."

Hjá BBC var það Chris Sutton sem tjáði sig um atvikið: „Algjörlega galin tækling hjá Cristian Romero. Verðskuldað rautt spjald."


Athugasemdir
banner
banner
banner