Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mið 08. mars 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sterling þremur frá markameti Rooney
Mynd: EPA

Raheem Sterling skoraði í 2-0 sigri Chelsea gegn Borussia Dortmund í gærkvöldi og var það hans 27. mark í Meistaradeild Evrópu.


Hinn 28 ára gamli Sterling er þar með aðeins þremur mörkum frá markameti Wayne Rooney sem gerði 30 meistaradeildarmörk á ferlinum.

Sterling er kominn með þrjú mörk og eina stoðsendingu í sjö meistaradeildarleikjum á tímabilinu en hann hefur aldrei unnið keppnina.

Kantmaðurinn knái hefur leikið með Liverpool, Manchester City og Chelsea á ferlinum og er einnig með 20 mörk í 82 landsleikjum fyrir enska landsliðið. Hann hefur unnið allar keppnir á Englandi með Man City en ekki tekist að hampa neinum öðrum titli, þrátt fyrir að komast í úrslitaleik bæði í Meistaradeildinni og á EM.

Wayne Rooney - 30
Raheem Sterling - 27
Paul Scholes - 24
Frank Lampard - 23
Harry Kane - 21
Steven Gerrard - 21


Athugasemdir
banner