Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 08. apríl 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Býst við að Neuer verði ekki í Bayern á næsta tímabili
Manuel Neuer.
Manuel Neuer.
Mynd: Getty Images
Lothar Matthaus, goðsögn hjá þýska stórveldinu Bayern München, býst ekki við því að markvörðurinn Manuel Neuer verði áfram í herbúðum félagsins á næstu leiktíð.

Hinn 34 ára gamli Neuer vill fá nýjan langtímasamning hjá Bayern, en núgildandi samningur hans rennur út á næsta ári. Sagan segir að hann hafi beðið um nýjan fimm ára samning sem Bayern er ekki tilbúið að gefa honum.

Matthaus tjáði sig um málið við Sky Deutschland og sagði hann: „Ég skil það vel að hann vilji fá langan samning, en fimm ár er mjög langur tími."

„Hann má ekki gleyma því hvað Bayern hefur sýnt honum mikla tryggð. Það yrði frábært fyrir báða aðila ef Manuel verður áfram en mér sýnist benda til þess að hann fari frá félaginu."

„Ég held að hann verði hjá Bayern á næsta ári," sagði Matthaus.

Bayern hefur nú þegar samið við Alexander Nübel, markvörð Schalke, og kemur hann á frjálsi sölu til félagsins í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner