Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 08. apríl 2020 20:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leikmenn stofna sjóð til að styðja við heilbrigðiskerfið
Mynd: Getty Images
Leikmenn í forsvari í ensku úrvalsdeildini hafa stofnað sjóð sem á að styðja við bakið á heilbrigðiskerfinu í Englandi. Góðgerðasjóðurinn ber heitið #PlayersTogether eða #LeikmennSameinast og er þetta til að styðja við heilbrigðiskerfið á tímum kórónaveirunnar.

Fyrirliðar Tottenham og Liverpol, þeir Harry Kane og Jordan Henderson, voru meðal þeirra sem sendu frá sér yfirlýsingu fyrir hönd leikmanna á Twitter klukkan átta í kvöld.

Þar segir: „Í vikunni höfum við sem hópur af úrvalsdeildarleikmönnum rætt málin og við vildum búa til sjóð þar sem peningum væri útdeilt þar sem mesta þörfin er á honum á tímum COVID-19; til að hjálpa þeim sem berjast fyrir okkur gegn kórónaveirunni, bæði þeim sem eru fremstir í flokki og einnig þeir sem sinna öðrum lykilstörfum."

„Þetta eru mikilvægir tímar fyrir land okkar og fyrir heilbrigðiskerfið, við erum staðráðnir í að hjálpa til."


Færslu Henderson má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner