Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 08. apríl 2020 20:15
Aksentije Milisic
„Sancho á að vera áfram hjá Dortmund næstu tvö árin"
Mynd: Getty Images
Marco Reus, fyrirliði Borussia Dortmund, segir að liðsfélagi sinn, Jadon Sancho, eigi að vera áfram hjá félaginu í tvö ár í viðbót og halda þannig áfram að þróa sinn leik.

Sancho er gífurlega eftirsóttur en þessi skemmtilegi leikmaður hefur mikið verið orðaður við Manchester United og Chelsea. Hinn tvítugi Sancho hefur skorað 14 mörk og lagt upp 16 í þýsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

„Hann ætti að vera áfram hjá okkur í eitt eða kannski tvö ár í viðbót. Að mínu mati, er enginn annar staður betri fyrir hann þessa stundina," sagði Reus.

„Þá getur hann tekið virkilega stórt skref. Þá verður hann orðinn enn heilsteyptari leikmaður. Á næstu tveimur árum getur hann haldið áfram að þróa sinn leik hjá okkur."

Ef Sancho fer frá Dortmund, þá verður hann ekki fyrsti eftirsótti leikmaðurinn sem fer frá liðinu og í stórlið. Menn á borð við Robert Lewandowski, Ousmane Dembele, Mario Gotze og Christian Pulisic hafa allir farið á síðustu árum frá Dortmund og í stórlið á borð við Barcelona, Bayern Munchen og Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner