lau 08. maí 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Markvörður Leipzig framlengir til 2025
Peter Gulacsi
Peter Gulacsi
Mynd: Getty Images
Ungverski markvörðurinn Peter Gulacsi framlengdi í gær samning sinn við þýska félagið RB Leipzig til ársins 2025.

Gulasci, sem er 25 ára gamall, var á mála hjá Liverpool í sex ár áður en hann var fenginn til RB Salzburg árið 2013.

Hann sannaði sig í Austurríki þar sem hann spilaði hundrað leiki á tveimur tímabilum áður en hann var seldur til Leipzig.

Gulacsi spilaði með varaliðinu fyrsta árið sitt í Þýskalandi en varð svo aðalmarkvörður liðsins ári síðar og er í dag með bestu markvörðum Evrópu.

Hann hefur verið orðaður við Borussia Dortmund og Tottenham síðustu mánuði en nú er ljóst að hann verður áfram hjá Leipzig eftir að hann skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning.

Gulacsi er varafyrirliði liðsins og hefur spilað 44 leiki á þessu tímabili en Leipzig er í 2. sæti þýsku deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner