Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 08. maí 2021 11:34
Aksentije Milisic
Segja að Zidane muni taka við Juventus
Mynd: Getty Images
Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Juventus sé alvarlega að íhuga það að fá Zinedine Zidane, fyrrverandi leikmann liðsins, til að taka við liðinu af Andrea Pirlo.

Tími Zidane hjá Real virðist vera líða undir lok og tapið gegn Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í vikunni var ekki að hjálpa til.

Zidane á eitt ár eftir af samningi sínum við Real Madrid og margir telja að hann yfirgefi félagið. Juventus er sagt hafa mikinn áhuga á að fá hann til Tórínó.

Zidane er með klásúlu í samningi sínum við Real sem gerir honum kleift að fara en þessi 48 ára gamli þjálfari spilað á sínum tíma 214 leiki fyrir Juventus á árunum 1996-2001. Hann skoraði 31 mark, vann deildina í tvígang og komst tvisvar sinnum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Juventus hefur gengið illa undir stjórn Andrea Pirlo á þessari leiktíð. Liðið féll úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og þá er félagið í hættu á því að ná ekki einu af fjóru efstu sætunum í ítölsku deildinni.
Athugasemdir
banner
banner