Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 08. maí 2022 13:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Chelsea meistari - María rétt missti af Evrópusæti
Ella Toone (t.v.) og María Þórisdóttir (t.h.)
Ella Toone (t.v.) og María Þórisdóttir (t.h.)
Mynd: Getty Images

Lokaumferðin í ensku kvennadeildinni fór fram í dag.


Það var spenna á öllum vígstöðum. Chelsea og Arsenal börðust um titilinná meðan Manchester City og María Þórisdóttir og stöllur í Manchester United börðust um Meistaradeildarsæti. 

María var í byrjunarliðinu er liðið mætti Chelsea. United var með 2-1 forystu á hálfleik á meðan Arsenal og West Ham voru að gera markalaust jafntefli, Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliði West Ham.

Chelsea jafnaði strax í upphafi síðari hálfleiks og komust yfir fimm mínútum síðar. Þær gulltryggðu sigurinn í leiknum og þar með titilinn þriðja árið í röð, með marki eftir rúmlega klukkutíma leik.

Arsenal vann West Ham að lokum 2-0 en það skilaði aðeins 2. sæti. City vann Reading örugglega 4-0 og fer því í Meistaradeildina ásamt Chelsea og Arsenal en United missir af Evrópusæti. West Ham endaði í 6. sæti.

Aston Villa W 0 - 1 Birmingham W

1-0 Hampton ('11 , sjálfsmark)

Brighton W 1 - 1 Everton W

0-1 Bjorn ('45 )

Chelsea W 4 - 2 Manchester Utd W

0-1 Thomas ('13 )

Reading W 0 - 4 Manchester City W

0-1 Hemp ('33 )

0-2 Shaw ('40 )

0-3 White ('85 )

0-4 Greenwood ('90 , víti)

Tottenham W 1 - 0 Leicester City W

1-0 Neville ('49 )

West Ham W 0 - 2 Arsenal W

0-1 Blackstenius ('61 )

0-2 Catley ('66 )


Athugasemdir
banner
banner
banner