Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 08. maí 2022 23:39
Brynjar Ingi Erluson
Fær mikla gagnrýni í Þýskalandi - „Geriru þér grein fyrir því hvað hann er gamall?"
Youssoufa Moukoko
Youssoufa Moukoko
Mynd: Getty Images
Marco Rose, þjálfari Borussia Dortmund í Þýskalandi, kom framherjanum unga og efnilega, Youssoufa Moukoko, til varnar eftir 3-1 sigur liðsins á Greuther Furth í gær.

Moukoko er aðeins 17 ára gamall en hann steig sín fyrstu skref með aðalliði Dortmund á síðasta tímabili og skoraði þrjú mörk í fimmtán leikjum.

Hann hefur skorað eitt mark og lagt upp tvö í fimmtán deildarleikjum með Dortmund á þessari leiktíð en hann hefur verið gagnrýndur harðlega í Þýskalandi fyrir að standast ekki þær væntingar sem gerðar hafa verið til hans.

Rose er alls ekki sammála þýskum fjölmiðlum og skilur lítið í gagnrýninni.

„Geriru þér grein fyrir því hvað hann er gamall? Hann er 17 ára," sagði Rose.

„Eðlilegt fólk sem hefur enga tengingu við þessa íþrótt tala um börn á þessum aldri."

„Svo skrifa fjölmiðlarnir um hrapið hjá Youssoufa Moukoko. Ég veit ekki hvernig 17 ára gömlum mér hefði liðið ef ég hefði þurft að lesa eitthvað svona um mig."

Athugasemdir
banner
banner
banner