þri 08. júní 2021 18:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gummi Tóta frábær í dag: Ég er að fá létta gæsahúð núna
Icelandair
Guðmundur Þórarinsson í leiknum.
Guðmundur Þórarinsson í leiknum.
Mynd: EPA
Guðmundur Þórarinsson spilaði í vinstri bakverði fyrir íslenska landsliðið gegn Póllandi í dag.

Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli og var Selfyssingurinn einn af betri mönnum Íslands í leiknum.

Hann hefur ekki verið mikið í náðinni hjá íslenska landsliðinu síðustu árin en hann gerir klárlega tilkall í næsta landsliðshóp í september eftir frammistöðu sína í dag.

„Mér fannst við spila vel í meira og minna í 90 mínútur," sagði Gummi í samtali við RÚV eftir leik og bætti við að það hefði verið gríðarlega svekkjandi að ná ekki að vinna leikinn.

„Þetta er búið að vera rosalega erfitt á köflum. Ég ímyndaði mér alltaf að ég fengi að standa í svona viðtali eftir landsleik og hélt alltaf einhvern veginn alltaf í drauminn. Ég er að fá létta gæsahúð núna; það var frábært að fá þetta tækifæri og mér fannst ég spila mjög vel."

„Það er búið að vera löng leið að þessu markmiði hjá mér, frá því ég man eftir mér. Þetta er fyrst og fremst frábær tilfinning að stíga út í landsliðstreyjunni og spila góðan leik með liðinu... þetta er búið að vera rosalega löng leið fyrir mig en frábært að fá tækifæri og ég vona að ég hafi nýtt það vel."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner