Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 08. júní 2022 15:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tarkowski að ganga í raðir Everton
Mynd: EPA
James Tarkowski er á förum frá Burnley eftir sex og hálft tímabil hjá félaginu. Tarkowski lét vita vita á tímabilinu 2020-21 að hann myndi ekki framlengja samninginn við félagið sem rennur út í lok þessa mánaðar. Burnley féll úr úrvalsdeildinni í vor og verður í Championship deildinni á næsta tímabili.

Miðvörðurinn hefur að undanförnu verið orðaður við Everton og Newcastle en flest bendir til þess að kendingin verði að hann fari til Everton.

Daily Mail greinir frá því að búist sé við því að hann fari í læknisskoðun hjá Everton á næstu dögum og verði í kjölfarið tilkynnt um skiptin. Í sömu grein er sagt frá því að Aston Villa og Fulham hafi einnig reynt að fá enska miðvörðinn í sínar raðir.

Everton fékk á sig 66 mörk í 38 leikjum á liðnu tímabili og vill Frank Lampard styrkja varnarlínuna fyrir næsta tímabil. Tarkowski er 29 ára gamall og segir félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano frá því að varnarmaðurinn sé búinn að gera munnlegt samkomulag við Everton.
Athugasemdir