Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   fim 08. júní 2023 22:47
Ívan Guðjón Baldursson
„Dele Alli hætti að berjast fyrir treyjuna"
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Ceyhun Kazanci, yfirmaður íþróttamála hjá Besiktas, telur að enski miðjumaðurinn Dele Alli hafi hætt að berjast fyrir treyju félagsins eftir að stuðningsmenn bauluðu á hann í leik liðsins.


Ferill Alli hefur verið á mikilli niðurleið undanfarin ár og var leikmaðurinn lánaður til Besiktas síðasta haust. Hann skoraði í heildina 3 mörk í 15 leikjum með tyrkneska félaginu áður en hann var tekinn úr hópnum í byrjun mars og hefur ekki spilað síðan.

„Stuðningsmenn bjuggust við miklu af Dele, þetta er leikmaður sem var einu sinni 100 milljóna evra virði. Þeir bjuggust við mikið af mörkum og stoðsendingum en tyrkneska deildin er erfið og því miður þá náði hann sér aldrei á strik," sagði Kazanci í viðtali við The Guardian.

„Pressan jókst í hvert skipti sem honum tókst ekki að hafa áhrif á leiki og þegar stuðningsmenn byrjuðu að baula á hann voru viðbrögðin hans ekki eins og við höfðum vonað. Við bjugumst við að hann myndi bregðast við með að leggja meiri vinnu á sig og berjast meira fyrir liðið en hann gerði það ekki. 

„Þjálfarinn byrjaði að gefa honum minni spiltíma og hann hætti kannski að berjast fyrir treyjuna."

Dele Alli er 27 ára gamall. Hann lék 37 landsleiki fyrir England á árunum 2015 til 2019 og skoraði 67 mörk í 269 leikjum með Tottenham.

Alli á eitt ár eftir af samningi sínum við Everton, sem rétt bjargaði sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni.


Athugasemdir
banner
banner