Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   lau 08. júní 2024 20:37
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: Ýmir taplaust á toppnum - Skoraði tvö á rúmri mínútu er Kría vann Skallagrím
Kría kom til baka í síðari hálfleik
Kría kom til baka í síðari hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ýmir er á toppnum
Ýmir er á toppnum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ýmir er áfram taplaust á toppi 4. deildar karla eftir að hafa gert markalaust jafntefli við Tindastól í Kórnum í dag.

Engu liði hafði tekist að taka stig af Ými fyrir þennan leik. Tindastóll, sem hefur aðeins sótt átta stig úr fimm leikjum hefur nú tekið stig af efstu tveimur liðunum í deildinni.

Tindastóll varð einnig fyrsta liðið til að taka stig af Hamri í byrjun leiktíðar og í dag tók það stig af Ýmismönnum.

Ýmir er hins vegar áfram á toppnum með 16 stig eftir sex leiki en Tindastóll í 6. sæti.

Kría tókst að snúa taflinu við í 2-1 sigri liðsins á Skallagrím á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi.

Alejandro Serralvo Gomez skoraði fyrir Skallagrím undir lok fyrri hálfleiks, en í þeim síðari svaraði Kría með tveimur mörkum á rúmri mínútu frá Tómasi Helga Snorrasyni.

Kría er í 4. sæti með 10 stig en Skallagrímur með 3 stig í næst neðsta sæti.

Úrslit og markaskorarar:

Kría 2 - 1 Skallagrímur
0-1 Alejandro Serralvo Gomez ('45 )
1-1 Tómas Helgi Snorrason ('72 )
2-1 Tómas Helgi Snorrason ('73 )

Ýmir 0 - 0 Tindastóll
4. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Ýmir 8 7 1 0 26 - 10 +16 22
2.    Hamar 8 5 2 1 24 - 18 +6 17
3.    Kría 8 4 1 3 21 - 19 +2 13
4.    Tindastóll 7 3 3 1 13 - 9 +4 12
5.    Árborg 8 3 3 2 18 - 19 -1 12
6.    KÁ 8 3 2 3 21 - 15 +6 11
7.    KH 8 3 1 4 25 - 20 +5 10
8.    Skallagrímur 7 2 0 5 15 - 15 0 6
9.    KFS 8 2 0 6 22 - 27 -5 6
10.    RB 8 0 1 7 10 - 43 -33 1
Athugasemdir
banner
banner