Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 08. júlí 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Enska úrvalsdeildin hefst aftur 29. ágúst eða 12. september
Úr leik í ensku úrvalsdeildinni.
Úr leik í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Næsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni mun hefjast 29. ágúst eða 12. september næstkomandi.

Núverandi tímabili lýkur sunnudaginn 26. júlí þegar lokaumferðin fer fram.

Í vikunni verður rætt meira um byrjunina á næsta tímabili en þá funda forráðamenn félaga í deildinni. Einnig á eftir að ákveða hvenær félagaskiptaglugginn lokar en það verður líka rætt á fundi vikunnar.

Ef deildin hefst 29. ágúst verður farið strax í landsleikjahlé eftir fyrstu umferð en England heimsækir Ísland í Þjóðadeildinni þann 5. september.

Félög í deildinni vilja frekar að deildin hefjist 12. september, eftir landsleikjahléið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner