Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 08. júlí 2020 22:38
Brynjar Ingi Erluson
Firmino, Mane og Salah með 250 mörk í öllum keppnum
Skytturnar þrjár
Skytturnar þrjár
Mynd: Getty Images
Roberto Firmino, Sadio Mane og Mohamed Salah hafa skorað 250 mörk í öllum keppnum með Liverpool en enska félagið birti mynd þess efnis í kvöld.

Salah skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í kvöld en þessir þrír leikmenn hafa verið ótrúlegir í sóknarleik liðsins síðustu árin.

Salah hefur skorað 94 mörk og lagt upp 40 í 148 leikjum með Liverpool frá því hann kom fyrir þremur árum frá Roma.

Mane kom til Liverpool frá Southampton árið 2016 og hefur hann spilað 166 leiki, skorað 79 mörk og lagt upp 34 mörk.

Firmino hefur verið lengst hjá Liverpool af þeim öllum en hann kom árið 2015 frá Hoffenheim. Síðan þá hefur hann spilað 240 leiki, skorað 77 mörk og lagt upp 59.

Samtals hafa þeir skorað 250 mörk í öllum keppnum og lagt upp 133 mörk. Mögnuð framlína sem Liverpool skartar en þess má til gamans geta að Salah hefur verið markakóngur tvisvar og er í baráttunni þriðja árið í röð. Mane vann gullskóinn í fyrra ásamt Salah og Pierre-Emerick Aubameyang en er með 16 mörk í ár og getur enn bætt við sig.


Athugasemdir
banner
banner
banner