Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   mið 08. júlí 2020 22:20
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Þorsteins: Benzema í báðum liðum
Lengjudeildin
Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur.
Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur.
Mynd: Benóný Þórhallsson
Grindavík og Keflavík gerðu jafntefli í kvöld í leik liðanna í Grindavík í kvöld. Óhætt er að segja að fátt hafi verið um varnir í fyrri hálfleik en staðan eftir um þrjátíu mínútna leik var orðin 4-2 fyrir Grindavík. Keflavík minnkaði svo munin í 4-3 áður en hálfleikurinn var út.
Þrátt fyrir ágætis færi í síðari hálfleik var aðeins 1 mark skorað í honum það gerði Keflavík og lokatölur því 4-4 í stórskemmtilegum leik.

Lestu um leikinn: Grindavík 4 -  4 Keflavík

„Ég veit ekki hvað ég hef spilað marga leiki í meistaraflokki en þetta er einhver sá sérkennilegasti. Mér leið bara eins og ég væri í borðtennis, körfubolta eða handaboltaleik þarna í fyrri hálfleik. Það gekk endana á milli og boltinn mátti ekki fara inní teig þá var komið mark. Og það var eins og Karim Benzema væri í báðum liðum bara allt inni og svaka slútt.“
Sagði Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur um hvernig var að spila leikinn.

Einhverjir höfðu orð á því fyrir leik að leikir þessara liði hafi oft ekkert verið neitt sérstök skemmtun. Það breyttist heldur betur í kvöld og áhorfendur fengu mikið fyrir peninginn.

„Já það er nú einfaldlega vegna þess að við höfum rúllað þeim upp í síðustu þremur leikjum en já já það er kannski skemmtilegra fyrir áhorfendur þegar þetta er aðeins jafnara. En ég var gríðralega vonsvikinn með varnarleik okkar. Sóknarleikurinn frábær og allt það en þú vinnur ekki mót á sóknarleik. Þú vinnur það á sterkum varnarleik og við erum búnir að fá á okkur átta mörk í fyrstu fjórum leikjunum sem er ekki á því kaliberi sem að topplið þarf að vera.“

Sagði Gunnar Þorsteinsson en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner