Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 08. júlí 2020 22:20
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Þorsteins: Benzema í báðum liðum
Lengjudeildin
Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur.
Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur.
Mynd: Benóný Þórhallsson
Grindavík og Keflavík gerðu jafntefli í kvöld í leik liðanna í Grindavík í kvöld. Óhætt er að segja að fátt hafi verið um varnir í fyrri hálfleik en staðan eftir um þrjátíu mínútna leik var orðin 4-2 fyrir Grindavík. Keflavík minnkaði svo munin í 4-3 áður en hálfleikurinn var út.
Þrátt fyrir ágætis færi í síðari hálfleik var aðeins 1 mark skorað í honum það gerði Keflavík og lokatölur því 4-4 í stórskemmtilegum leik.

Lestu um leikinn: Grindavík 4 -  4 Keflavík

„Ég veit ekki hvað ég hef spilað marga leiki í meistaraflokki en þetta er einhver sá sérkennilegasti. Mér leið bara eins og ég væri í borðtennis, körfubolta eða handaboltaleik þarna í fyrri hálfleik. Það gekk endana á milli og boltinn mátti ekki fara inní teig þá var komið mark. Og það var eins og Karim Benzema væri í báðum liðum bara allt inni og svaka slútt.“
Sagði Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur um hvernig var að spila leikinn.

Einhverjir höfðu orð á því fyrir leik að leikir þessara liði hafi oft ekkert verið neitt sérstök skemmtun. Það breyttist heldur betur í kvöld og áhorfendur fengu mikið fyrir peninginn.

„Já það er nú einfaldlega vegna þess að við höfum rúllað þeim upp í síðustu þremur leikjum en já já það er kannski skemmtilegra fyrir áhorfendur þegar þetta er aðeins jafnara. En ég var gríðralega vonsvikinn með varnarleik okkar. Sóknarleikurinn frábær og allt það en þú vinnur ekki mót á sóknarleik. Þú vinnur það á sterkum varnarleik og við erum búnir að fá á okkur átta mörk í fyrstu fjórum leikjunum sem er ekki á því kaliberi sem að topplið þarf að vera.“

Sagði Gunnar Þorsteinsson en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner