mið 08. júlí 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Mourinho neitar að tjá sig um bann Dier - Vill ekki lenda í vandræðum
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, vill ekki tjá sig um þá ákvörðun enska knattspyrnusambandsins að setja Eric Dier í fjögurra leikja bann.

Dier var í dag dæmdur í bann eftir að hann rauk upp í stúku eftir tap Tottenham gegn Norwich í enska bikarnum í byrjun mars. Dier sá að stuðningsmaður Tottenham var að rífast við bróður hans og því ákvað hann að rjúka upp í stúku.

Mourinho var spurður út í bannið á fréttamannafundi í dag fyrir lek Tottenham og Bournemouth annað kvöld.

„Ég ætla ekki að svara. Ef ég svara þá lendi ég í vandræðum og ég vil það ekki svo ég vil ekkert tjá mig um þetta," sagði Mourinho í dag.

Mourinho bætti við að Tottenham áfrýji líklega ekki banninu því að þá gæti það mögulega verið lengt.
Athugasemdir
banner
banner
banner