Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 08. júlí 2021 20:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Björn Daníel: Undir mér komið að geta eitthvað núna
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Það var erfitt að brjóta þá niður, ágætis lið og gott að Lenny náði að stökkva hæst í teignum og skora. Við hefðum getað skorað eitt í fyrri hálfleik en sætt að ná þessu í lokin," sagði Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH, eftir sigur gegn Sligo Rovers í kvöld.

„Við náum þessu eina marki og það er mikilvægt. Útivallarmörk telja ekkert lengur og það er mikilvægt að vera yfir í einvíginu áður en við förum út."

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Sligo Rovers

„Evrópuleikir eru svona"
Getiði verið sáttir með heildarframmistöðuna?

„Já, mestmegnis. Mér fannst við öflugri í fyrri hálfleik en einhvern part af seinni hálfleik vorum við ekki nógu góðir. Evrópuleikir eru svona, þú nærð góðum köflum og svo koma slæmir kaflar. Það er bara að 'stick through it' þessa slæmu kafla, við gerðum það og það var gott."

Vissi að hann myndi ekki spila mikið
Þú varst á bekknum í upphafi móts en hefur spilað síðustu leiki liðsins eftir að Óli tók við. Hvernig er skrokkurinn og standið á þér?

„Það er allt í lagi. Ég er búin að berjast við ákveðin meiðsli, ég var eiginlega allt síðasta tímabil með pirrandi meiðsli í hnénu sem aftraði því að ég gat beitt mér 100%. Það hélt áfram í vetur, ég lenti tvisvar í sóttkví og það aftraði því að ég næði að koma því í lag. Þetta stopp og allt þetta dæmi. Ég er smá aumur í hnénu eftir síðustu tvær vikur, leiki og æfingar. Það er gott að við fáum viku í hvíld núna."

„Það er að sjálfsögðu gott að vera byrjaður að spila aftur. Ég vissi það alveg í byrjun tímabilsins að ég myndi ekki spila mikið en það var alltaf planið að koma sterkur inn í seinni partinn og það er undir mér komið að geta eitthvað núna,"
sagði Björn að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner