Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
banner
   mán 08. júlí 2024 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Nicoló Zaniolo til Atalanta (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Atalanta er búið að krækja í ítalska sóknartengiliðinn Nicoló Zaniolo á lánssamningi frá Galatasaray.

Zaniolo kemur á eins árs samningi með kaupskyldu sem virkjast aðeins ef Zaniolo spilar í 60% eða meira af leikjum Atalanta á tímabilinu.

Zaniolo er afar öflugur leikmaður sem hefur glímt við ýmis slæm meiðsli stærsta hluta ferilsins og misst af miklum fótbolta útaf þeim.

Hann var á láni hjá Aston Villa á síðustu leiktíð og sýndi flottar rispur þegar hann var liðtækur en fékk ekki mikinn spiltíma undir stjórn Unai Emery.

Zaniolo er 25 ára gamall og á 19 landsleiki að baki fyrir Ítalíu. Hann á þrjú ár eftir af samningi við Galatasaray sem fær rúmar 6 milljónir evra fyrir að lána Zaniolo aftur í ítalska boltann.

Atalanta mun svo festa kaup á leikmanninum, ef honum tekst að halda sér í góðu standi og fá nægan spiltíma, fyrir um 16 milljónir til viðbótar.


Athugasemdir
banner
banner
banner