Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 08. ágúst 2020 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Buffon er eldri en nýi þjálfarinn
Gianluigi Buffon.
Gianluigi Buffon.
Mynd: Getty Images
Andrea Pirlo var í dag staðfestur sem nýr knattspyrnustjóri Ítalíumeistara Juventus.

Það er hans annað þjálfarastarf, en hann var ráðinn þjálfari U23 liðs Juventus í síðasta mánuði.

Pirlo mun þjálfa einhverja af þeim leikmönnum sem hann spilaði með hjá Juventus, en hann spilaði með félaginu frá 2011 til 2015. Einn af þeim leikmönnum er markvörðurinn Gianluigi Buffon.

Það er mjög athyglisvert að Buffon, hinn þaulreyndi markvörður, er eldri en nýi knattspyrnustjórinn. Buffon er 42 ára en Pirlo er 41 árs gamall.

„Verð ég núna að kalla þig herra?" skrifaði Buffon við mynd af þeim félögum á Twitter í kvöld. Hér að neðan má sjá myndina.


Athugasemdir
banner
banner
banner