Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 08. ágúst 2020 06:00
Aksentije Milisic
Shakespeare ráðinn aðstoðarþjálfari Aston Villa
Mynd: GettyImages
Craig Shakespeare hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Aston Villa en félagið staðfesti þessar fregnir í gær.

Aston Villa bjargaði sér frá falli í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar undir stjórn Dean Smith.

Liðið er nú þegar með tvo aðstoðarþjálfara, þá John Terry og Richard O'Kelly.

„Ég vildi fá inn mann sem þekkir enska boltann vel. Craig er mjög reynslumikill þjálfari," sagði Smith.

Shakespeare var aðstoðarmaður Claudio Ranieri þegar Leicester varð enskur meistari en hann tók svo við liðinu árið 2017. Síðan þá hefur hann verið aðstoðarþjálfari hjá Everton og Watford.
Athugasemdir
banner
banner
banner