Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 08. ágúst 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Völdu landslið framtíðarinnar - Byrjunarliðið 2032
Icelandair
Andri Fannar Baldursson.
Andri Fannar Baldursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörvar Hafliðason, Hrafnkell Freyr Ágústsson og Eiður Ben Eiríksson fóru vel yfir framtíðarmenn landsliðsins í fótbolta í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í vikunni.

Þeir fóru yfir það stöðu fyrir stöðu hvaða leikmenn, eins og staðan er núna, gætu komist í A-landsliðinu í framtíðinni.

Undir lok þáttarins bað Hjörvar þá Hrafnkel og Eið að velja byrjunarlið landsliðs karla árið 2032. „Rúnar Alex var að hætta eftir góðan feril með Paris Saint-Germain," sagði Hjörvar og lét þá félaga velja.

Byrjunarliðið (4-1-4-1): Patrik Sigurður Gunnarsson; Alfons Sampsted, Ari Leifsson, Oliver Stefánsson, Valgeir Lunddal; Andri Fannar Baldursson; Jón Dagur Þorsteinsson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Arnór Sigurðsson, Mikael Neville Anderson...

„Hver er senter?" spurði Hjörvar og þá svaraði Keli: „Það er bara Guðjohnsen."

Eiður Smári á þrjá syni, Svein Aron, Andra Lucas og Daníel Tristan, sem eru allir mjög efnilegir fótboltamenn.

Eiður, sem er þjálfari kvennaliðs Vals, sagði þá: „Ég myndi kannski skoða Kristian Nökkva (Hlynsson) og Orra Stein (Óskarsson). En auðvitað eru þeir fæddir 2004. Það á svo margt eftir að gerast."

„Svo hlæja menn örugglega að mér upp í Kór að hafa ekki sett Valgeir Valgeirsson þarna," sagði Hrafnkell.

Hægt er að hlusta á umræðuna með því að smella á tístið hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner