Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. ágúst 2021 10:00
Fótbolti.net
Eiður Aron bestur í öðrum þriðjungi Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Eiður Aron Sigurbjörnsson.
Eiður Aron Sigurbjörnsson.
Mynd: Raggi Óla
Eiður Aron Sigurbjörnsson, fyrirliði ÍBV, hefur verið valinn besti leikmaður umferða 8-15 í Lengjudeildinni en þetta var opinberað í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í gær.

Eiður er einn besti miðvörður Íslandsmótsins og hann á stóran þátt í fínu skriði ÍBV en liðið er í öðru sæti Lengjudeildarinnar og er líklegasta liðið til að fylgja Fram upp í efstu deild.

„Hann hefur verið frábær og bara orðið betri eftir því sem á tímabilið hefur liðið. Ég hef líka heyrt frá Eyjamönnum að hann sé gríðarlega mikilvægur og stór 'faktor' í klefanum, æfingum, leikjum, hálfleikjum og bara hvenær sem er. Hann tengir saman íslenska og erlenda leikmenn, unga og eldri. Hann er leiðbeinandi, hvetjandi og skammandi. Fyrir utan hans hæfileika inni á vellinum," segir Rafn Markús Vilbergsson, sérfræðingur útvarpsþáttarins.

„Hann vinnur flesta bolta sem koma inn í teiginn. Eina sem vantar hjá honum er að skora fleiri mörk, verandi þetta góður skallamaður. En hans hlutverk er fyrst og fremst að vera leiðtogi og binda saman vörnina."

Hægt er að hlusta á íslenska hluta útvarpsþáttarins í spilaranum hér að neðan.

Sjá einnig:
Fred bestur í fyrsta þriðjungi
Íslenski boltinn - Sambandsdeildin, Lengjan og Pepsi Max með Rabba
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner