Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   sun 27. júní 2021 11:15
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Fred bestur í fyrsta þriðjungi Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Fred var kjörinn bestur.
Fred var kjörinn bestur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brasilíumaðurinn Fred hjá Fram var kosinn besti leikmaður umferða 1-7 í Lengjudeildinni en úrslitin voru opinberuð í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í gær.

Kosningin var á forsíðunni í síðustu viku og hlaut Frederico Bello Saraiva um 42% atkvæða. Þessi 24 ára leikmaður hefur verið magnaður í bláa búningnum.

„Hann er kominn með sex mörk nú þegar, hann skoraði sex mörk allt síðasta tímabil. Þetta er leikmaður sem er feikilega góður og getur á góðum degi opnað vörnina og búið til færi fyrir sjálfan sig og aðra. Þetta er geggjaður leikmaður í þessari deild og verður gaman að sjá hann vonandi í Pepsi Max-deildinni á næsta ári. Þetta er leikmaður sem býr yfir miklum hraðabreytum og samvinna hans og Haraldar (Einars Ásgrímssonar) er virkilega góð," segir Rafn Markús Vilbergsson, sérfræðingur Fótbolta.net.

Framarar unnu alla leiki sína í fyrsta þriðjungi deildarinnar og eru í góðri stöðu á toppnum.

Davíð Þór Ásbjörnsson, leikmaður Kórdrengja, hafnaði í öðru sæti í kosninunngi með um 29% atkvæða og í þriðja sæti varð Pétur Theódór Árnason, sóknarmaður Gróttu, sem er kominn með tíu mörk í deildinni. Hann fékk tæplega 15% atkvæða. Í fjórða sæti hafnaði svo Albert Hafsteinsson í Fram með tæplega 14%. Alls kusu 5.100 manns.
Útvarpsþátturinn - Pepsi Max og Lengjan með Úlfi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner