Það verður fallbaráttuslagur í Kórnum í kvöld þegar HK, sem er í 10. sæti og er einu stigi frá fallsæti, tekur á móti KR sem er með stigi meira en Kópavogsliðið.
Liðin mættust í fyrri umferðinni á KR-velli 12. maí síðastliðinn. Þá vann HK 2-1 útisigur í leik þar sem tveir leikmenn KR sáu rauða spjaldið.
Liðin mættust í fyrri umferðinni á KR-velli 12. maí síðastliðinn. Þá vann HK 2-1 útisigur í leik þar sem tveir leikmenn KR sáu rauða spjaldið.
Áhugavert er að lesendur Fótbolta.net telja HK sigurstranglegri samkvæmt skoðanakönnun sem var á forsíðu. 2.802 tóku þátt í þessari könnun.
45% spá sigri HK en aðeins 36% spá sigri KR. 19% telja að leikurinn endi með jafntefli.
Leikurinn í kvöld verður fyrsti leikur KR síðan Óskar Hrafn Þorvaldsson kom inn í þjálfarateymi liðsins. Hann verður Pálma Rafni Pálmasyni til aðstoðar út tímabilið og tekur svo við stjórnartaumunum í haust.
Athugasemdir