Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   fös 02. ágúst 2024 11:20
Elvar Geir Magnússon
Tímalína - Ótrúlega stormasamt ár bak við tjöldin hjá KR
Mynd: Fótbolti.net
Það hefur ótrúlega mikið gengið á í þjálfaramálum KR á einu ári, frá því að ákveðið var að láta Rúnar Kristinsson fara. Umdeild ráðning á Gregg Ryder reyndist röng ákvörðun og í gær var tilkynnt að Óskar Hrafn Þorvaldsson myndi taka við eftir yfirstandandi tímabil. KR er í fallbaráttu og gríðarlega áhugaverðar vikur framundan.

Til að reyna að setja allt í samhengi sem hefur gengið á bak við tjöldin í Vesturbænum er hér sérstök tímalína með því sem gerðist eftir að tilkynnt var að Rúnar væri á förum.

29. september 2023
KR tilkynnir að Rúnar Kristinsson fái ekki nýjan samning hjá félaginu og muni hætta þjálfun liðsins eftir tímabilið

Páll Kristjánsson formaður KR segir í kjölfarið að hann telji að ákvörðunin sé sú rétta. Rúnar sjálfur segir að ákvörðunin hafi komið sér á óvart, hann hafi búist við því að fá nýtt samningstilboð.

   30.09.2023 14:11
Palli Kristjáns um brotthvarf Rúnars: Erfið ákvörðun en held að hún sé rétt

   01.10.2023 17:35
Ákvörðunin kom Rúnari á óvart - „Sjá KR-liðið í höndum einhvers annars"


7. október 2023
Rúnar lætur áhugaverð ummæli falla í viðtali

„Það eru fáir aðrir í stjórnarfélagi eða bara enginn í stjórnarfélagi sem á að skipta sér að því, ef að þjálfarinn vill fá leikmenn að segja mér eða öðrum þjálfurum að þessi eða hinn sé ekki nægilega góður. Ég held það sé alltaf best að þjálfarinn fái það vald," segir Rúnar en í lok októbermánaðar er hann svo kynntur sem nýr þjálfari Fram.

   07.10.2023 17:19
Rúnar Kristins: Enginn í stjórnarfélagi sem á að skipta sér að því hvaða leikmenn eru nógu góðir


13. október 2023
Óskar Hrafn sagður efstur á blaði KR og þar á eftir séu Halldór Árnason og Jökull Elísabetarson

Óskar tekur hinsvegar á endanum við Haugesundi, Halldór við Breiðabliki og Jökull heldur áfram hjá Stjörnunni.

   13.10.2023 11:44
Formaður KR: Óskar alltaf velkominn í Vesturbæinn


20. október 2023
Gríðarlegur fjöldi þjálfara orðaður við þjálfarastarf KR

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, Ólafur Jóhannesson, Davíð Snorri Jónasson, Ólafur Ingi Skúlason, Ólafur Kristjánsson, Ágúst Gylfason og Brynjar Björn Gunnarsson eru meðal þeirra sem KR er sagt hafa rætt við.

   20.10.2023 14:30
Kallar ástandið hjá KR grín - „Annars væru ekki 10-15 þjálfarar orðaðir við starfið"

   26.10.2023 14:00
Pirringurinn stigmagnast í Vesturbænum


28. október 2023
Gregg Ryder er tilkynntur sem nýr þjálfari KR

Ráðningin er mjög umdeild og margir stuðningsmenn furða sig á því að Rúnar hafi verið látinn fara og ráðinn einstaklingur með ekki merkilegri ferilskrá. Gregg hafði þjálfað Þrótt og Þór hér á landi.

   28.10.2023 16:03
Gregg Ryder tekinn við KR (Staðfest)

   01.11.2023 17:30
Umdeild ráðning hjá KR


10. nóvember 2023
Gregg Ryder býður stuðningsmönnum að hitta sig í bjór á Rauða ljóninu

Meðvitaður um að hann þarf að vinna stuðningsmenn á sitt band býður Gregg stuðningsmönnum KR í hitting.

   14.11.2023 15:55
Gregg Ryder sendir skilaboð á KR-inga - „Saman verðum við óstöðvandi"


19. janúar 2024
Pálmi Rafn Pálmason ráðinn aðstoðarmaður Gregg Ryder

Þegar Gregg Ryder var ráðinn vildi hann halda Ole Martin Nesselquist sem aðstoðarþjálfara en hann hafði verið aðstoðarmaður Rúnars. Ole Martin fór hinsvegar til Noregs og tók við varaliði Brann.

   19.01.2024 18:40
Pálmi Rafn aðstoðar Gregg Ryder (Staðfest) - Hættur með kvennaliðið


10. maí 2024
Óskar Hrafn Þorvaldsson hættir óvænt hjá Haugesund og er samstundis orðaður við KR en gengi Vesturbæjarliðsins hafði dalað hressilega eftir lofandi byrjun

„Það er hvergi meira pressa á þjálfara heldur en í KR. Mér var sagt það margoft þegar ég var ráðinn. Við eigum í erfiðleikum núna en ég þarf að gera betur og ég mun gera það," segir Gregg í viðtali.

   12.05.2024 14:30
„Draumaprins KR á ballinu er allt í einu laus“

   12.05.2024 20:35
Gregg Ryder: Hvergi meiri pressa en í KR

   13.05.2024 10:36
Formaðurinn segir starf Gregg Ryder hjá KR ekki í hættu


10. júní 2024
Óskar Hrafn er kynntur í starf hjá KR sem faglegur ráðgjafi

„Ég hef engan áhuga á því að fara þjálfa meistaraflokk í dag," segir Óskar en fjölmiðlamenn eru sannfærðir um að þetta endi með því að hann verði þjálfari KR.

   10.06.2024 13:34
Óskar Hrafn: Hef engan áhuga á að þjálfa meistaraflokk

   16.06.2024 08:55
Mun ráðningin á Óskari enda með því að hann taki við þjálfun KR?


20 júní 2024
KR tilkynntir að Gregg Ryder hafi verið látinn fara þar sem árangur liðsins hafi verið óviðunandi

Félagið staðfestir þar með sögur sem höfðu verið í gangi í um sólarhring þess efnis að búið væri að ákveða að láta hann fara. Pálmi Rafn Pálmason er kynntur sem þjálfari til bráðabirgða.

   20.06.2024 10:36
KR búið að reka Gregg Ryder (Staðfest) - „Óviðunandi árangur“

   22.06.2024 22:33
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu


29 júní 2024
Tilkynnt er að Pálmi Rafn stýri KR út tímabilið

Daginn eftir er Vigfús Arnar Jósefsson ráðinn hans aðstoðarmaður.

   29.06.2024 12:31
Pálmi Rafn stýrir KR út tímabilið (Staðfest)


3. júlí 2024
Starfstitill Óskars Hrafns breytist úr ráðgjafa í yfirmann fótboltamála

„Óskar mun þannig hafa yfirumsjón með öllu faglegu starfi knattspyrnudeildar, hvort sem er yngri flokka eða meistaraflokka."

   03.07.2024 10:28
KR breytir starfstitli Óskars Hrafns


12. júlí 2024
Breytingarnar hjá KR hafa ekki skilað árangri og gengið í raun versnað eftir að Pálmi tók við

Stigasöfnunin undir stjórn Gregg Ryder gekk betur en hjá Pálma.

   12.07.2024 12:45
Stigasöfnun KR hefur versnað eftir að Gregg var látinn fara


24. júlí 2024
Óskar Hrafn vinnur hörðum höndum að því að byggja upp leikmannahóp KR fyrir næsta tímabil


   24.07.2024 10:43
Óskarlisti KR: Uppaldir snúa heim


1. ágúst 2024
Tilkynnt er að Óskar Hrafn verði Pálma til aðstoðar út tímabilið og muni svo taka við þjálfun liðsins að því loknu

Um leið er tilkynnt að Pálmi verði framkvæmdastjóri eftir tímabilið.

   01.08.2024 12:52
Óskar Hrafn tekur við KR (Staðfest) - Kemur strax inn í teymið

   01.08.2024 13:13
Óskar Hrafn fengið fjóra starfstitla hjá KR á tæpum tveimur mánuðum

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner