Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 08. september 2019 19:27
Ester Ósk Árnadóttir
Gregg: Ég er algjörlega orðlaus
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er algjörlega orðlaus. Ég hef aldrei verið í þessari aðstöðu áður að tapa svona illa þannig þetta er í fyrsta skipti fyrir mig. Þetta er bara vandræðalegt," sagði Gregg þjálfari Þór eftir 1-7 tap á móti Fjölnir á Þórsvellinum í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  7 Fjölnir

Þór fékk á sig sjö mörk í leiknum.

„Það var mjög margt sem fór úrskeiðis í dag. Þetta er eitthvað sem við verðum að ræða því þetta má bara ekki gerast. Í seinni hálfleik var þetta mjög auðvelt fyrir þá, öll hlaup voru auðveld hjá þeim."

Orri Sigurjóns fékk rautt spjald á 54 mínútu fyrir pirringsbrot.

„Það í raun skiptir engu máli hvort hann hefði átt að fá þetta rauða spjald. Það hefði ekki haft nein áhrif á leikinn eins og hann var að þróast."

Þór á tvo leiki eftir í deildinni.

„Í næstu tveimur leikjum skiptir máli að spila upp á stoltið. Ég vona að leikmennirnir séu jafn sammála mér um það. Það er í raun það sem við getum gert. Það er að spila upp á stoltið."

Þór þarf að vona að Grótta tapi í kvöld til að vera í séns að fara upp í Pepsí Max en Gregg telur að það verði ekki miða við spilamennskuna í dag.

„Nei við eigum ekki séns þegar við erum að spila eins og við spiluðum í dag."

Þór var búið að fá á sig 20 mörk í 19 leikjum fyrir leikinn í dag.

„Ef þú skoðar hvernig við höfum verið að spila á þessu tímabili þá höfum við líklega verið besta varnarlið deildarinnar og allt í einu fáum við á okkur sjö. Það er margt sem fór úrskeiðis. Við förum aftur í grunnatriðin og gerum það sem við höfum verið að gera vel. Nú er að spila fyrir stoltið, ástríðuna, fyrir klúbbinn og leyfa þessu ekki að gerast aftur."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner