Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 08. september 2020 18:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Bruyne fékk verðlaun rétt fyrir leikinn gegn Íslandi
Icelandair
Kevin de Bruyne.
Kevin de Bruyne.
Mynd: Getty Images
Kevin de Bruyne, miðjumaður Manchester City, var rétt í þessu valinn leikmaður ársins af leikmannasamtökunum í Englandi.

Bethany England, sóknarmaður Chelsea, var valin leikmaður ársins í úrvalsdeild kvenna.

Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, og Lauren Hemp, leikmaður Man City, fengu verðlaun sem bestu ungu leikmennirnir.

Hér að neðan má einnig sjá lið ársins en þetta eru allt verðlaun sem veitt eru fyrir síðustu leiktíð. Nýtt tímabil í úrvalsdeild karla á Englandi hefst um næstu helgi og nýtt tímabil í úrvalsdeild kvenna er nú þegar hafið.

De Bruyne verður í eldlínunni í kvöld með belgíska landsliðinu sem mætir því íslenska í Þjóðadeildinni. Nálgast má textalýsingu frá leiknum hérna.







Athugasemdir
banner
banner
banner